Djúphreinsunarþjónusta fyrir

hótel og gistiheimili

Á hótelum og gistiheimilum eru herbergi og gangar oftast nær teppalagðir.  Gestir gera kröfur um hrein teppi og gott loft og því er það mikilvægur liður í rekstri hótela/gistiheimila að huga að þessum málum. BG Teppahreinsun er með sveigjanlegar og öflugar lausnir í hreinsunum á teppum og húsgögnum fyrir hótel og gistiheimili.

Þjónustan er sniðin að hverjum og einum viðskiptavini.  Oftast eru það stærri hótelin sem kaupa slíka þjónustu nokkrum sinnum á ári á meðan smærri aðilar kalla okkur til sjaldnar.  Við gerum okkur grein fyrir því að aðstæður breytast oft fljótt og erum við einstaklega sveigjanleg þegar það kemur að skipulagningu verksins sem og að verkinu sjálfu.

Fjölbreytt og góð þjónusta:

  • Teppahreinsun á herbergjum – Blauthreinsun eða þurrhreinsun
  • Teppahreinsun á stigum og hótelgöngum
  • Djúphreinsun á stólum og sófum
  • Djúphreinsun á flísum og öðrum gólfum
  • Óhreinindavarnir fyrir teppi og húsgögn
  • Dýnuhreinsun
  • Blettahreinsun
  • Sótthreinsun á teppum og húsgögnum
  • Neyðarhreinsun

Góður tækjabúnaður og mikil reynsla. Hafðu samband og sjáðu hvort við getum ekki hjálpað þér að viðhalda hreinlæti á hótelinu/gistiheimilinu þínu.

Panta þjónustu

Hafðu samband