Djúphreinsun og þrif á rúmdýnum.

Sefur þú í hreinu rúmi ?

BG Teppahreinsun sér um hreinsun á rúmdýnum.  Við verjum stórum hluta lífs síns í rúminu og þar eru ýmsar tegundir óhreininda.

Hreinsun fer fram með sérstökum djúphreinsunarvélum og skiptist hreinsunin í 3 hluta :

Fyrst er rúmdýnan rykhreinsuð með sérstökum djúphreinsibankara.  Þessi bankari er notaður til að fjarlægja rykmaura og annað slíkt sem eru ofan í dýnunni.

Næst er dýnan sótthreinsuð með sótthreinsunarefni.

Þar á eftir er dýnan blettahreinsuð og ákveðnu hreinsiefnum úðað yfir rúmdýnuna.

Dýnan er svo hreinsuð með djúphreinsunarvél og þurrkuð á eftir.

Viðskiptavinir okkar í dýnuhreinsun eru meðal annars hótel, gistiheimili sem og einstaklingar.

Dýnuhreinsun er nauðsynleg þjónusta sem er mikilvægt er að framkvæma reglulega. Fáðu ráðgjöf hjá okkur og sjáðu hvað við getum gert fyrir þig og þína dýnu.

Panta þjónustu

Hafðu samband