Óhreinindavarnir eru stundum settar á teppi eftir hreinsun. Þegar teppi eru ný er oftast vörn frá framleiðanda á teppinu. Með umgangi og hreinsunum fer þessi vörn af með tímanum. Þess vegna er mikilvægt að endurnýja þessa vörn þar sem álag er mikið á teppunum. Algengt er að óhreinindavörn sé notuð í veislusölum, teppalögðum veitingastöðum, skrifstofum, skipum ofl.
BG Teppahreinsun er einnig með óhreinindavarnir fyrir húsgögn og mottur.
Einföld þjónusta sem er stundum framkvæmd á sama tíma og djúphreinsun.